top of page
Search
Vangaveltur: Blog2
gratitude-is-the-best-attitude-positive-thinking-positive-attitude-focus-thankful-gratitud

Carpe Diem Markþjálfun

Gratitude is the best Attitude

Hvað gerir það fyrir okkur að iðka þakklæti?
Sú ástundun að iðka daglegt þakklæti mun hafa jákvæð áhrif á þig og alla í kringum þig.
Gratitude is not only the greatest of virtues, but the parent of all others. - Cicero, Roman orator
Þakklæti er til dæmis ein einfaldasta og áhrifaríkasta leið til að sýna öðrum hvers virði þeir eru.
Það getur líka vera heilsusamlegt að iðka og tileinka sér þakklæti. Sumar rannsóknir hafa sýnt fram á það fólk sem tileinkar sér þakklæti í lífi og leik sé heilbrigðara á sumum sviðum, upplifi fleiri jákvæðar tilfinningar, finnist það meira lifandi og upplifi umhverfi sitt á sterkari og skemmtilegri hátt en aðrir sem ekki hafa tamið sér þakklæti. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að þakklátir einstaklingar hafa heilbrigðara ofnæmiskerfi en aðrir.
Þakklæti eykur eykur sjálfsvirði sem síðan leiðir til aukins sjálfstrauts og trú á eigin getu.
Oft er talað um þakklæti sem systurtilfinningu jákvæðni, og hafa rannsóknir sýnt fram á að fólk sem er þakklátt sé almennt hamingjusamara, upplifi ekki eins mikla streitu og er jafnlyndara.
Einnig má segja að umhverfið sem þakklátir einstaklingar skapa í kringum sig sé meira styðjandi heldur en gengur og gerist og á það jafnt við í leik og í starfi.
Þess vegna langar mig að hvetja þig að iðka þakklæti markvisst í þrjár vikur með því að skrifa niður 3 atriði á hverjum degi sem þú ert þakklát/ur fyrir. Mögulega gæti það orðið að vana sem leiðir til betra lífs fyrir þig og umhverfið sem þú lifir og hrærist í.
#þakklætiðmitt
Er einhver ástæða fyrir því að leita ekki í þakklætið.
Ég er þakklátur.

Vangaveltur: Welcome
bottom of page