top of page
Search

Hæ, þú miðaldra kall!

Updated: Aug 26, 2021

Thoreau skrifaði

“The mass of men live lives of quiet desperation.”


Getur verið að það sé okkar helsta vandamál, að tjá okkur ekki nema í innra samtali við okkur sjálfa.


Finnst þér þú vera dálítið týndur í margslungnu nútimasamfélagi?


Við vorum aldir upp við að þurfa að hugsanlega að vera aðal fyrirvinnan. Við áttum td. að sjá um heimilið gengi upp fjárhagslega með því að afla nægra tekna svo hægt væri að kaupa nýjan bíl, nýtt sjónvarp, mat og aðrar nauðsynjar.


Við áttum að vera sterkir, duglegir, vera til staðar fyrir alla aðra. Við erum jú, karlmenn og þetta á ekki að vera neitt vandamál.


Við gerðum allt rétt, við menntuðum okkur, við stóðum okkur vel í vinnunni, við gerðum allt sem til af okkur var ætlast.


En hvað gerðist svo?


Við gleymdum okkur, okkar þörfum, því sem veitir okkur gleði og ánægju. Við vorum of uppteknir í of langan tíma við að uppfylla ímynd annarra um hverju við eigum að skila til samfélagsins.

Við týndum okkur og niðurstaðan var alskonar, hjónabandið endaði með skilnaði, við urðum fíklar á áfengi/vinnu eða hvað sem svalaði ímynduðum þörfum okkar.


Sumir okkar tóku jafnvel eigið lífið.


Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands að þá enda 40% hjónabanda á Íslandi með skilnaði. Sjálfsmorðtíðni karla er helmingi hærri en kvenna, 32 á móti 15 árið 2020, samkvæmt vef Landlæknisembættisins.


Óátalið í svona tölum er öll sú gremja, reiði, vanlíðan og ótti sem við höfum búið til innra með okkur.


Þá kemur upp spurningin, erum við tilbúir að takast á við sjálfa okkur og breyta til, breyta af vananum, skoða hvað við viljum og hvernig við ætlum að nálgast það.


Einn möguleikinn í slíkum aðstæðum er að nýta sér Markþjálfa/Life Coach. Það að notfæra sér markþjálfun getur hjálpað þér að takast á við og skoða hverskyns aðstæður sem þú ert í á hverjum og einum tíma. Þannig getum við orðið heilbrigðari og betri útgáfa af sjálfum okkur.


Við erum þá orðnir nýjasta uppfærsla af okkur inn í flókinn nútímann.


Við getum fengið ný verkfæri og nýja sýn á hvernig við tökumst á við hverskyns verkefni sem koma upp aftur og aftur í lífinu.


Ég hvet okkur alla til að taka samtalið.


Hvað er það besta sem gæti komið út úr því að nýta sér aðferðir Markþjálfunar til að koma þér þangað sem þú vilt fara fullur sjálfstrausts og hamingjusamur.



60 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page