top of page

Hver erum við?

Okkar saga

Pála Þórisdóttir

Einkunnaorð mín eru, hugrekki, gleði og innsæi.
Tilgangur minn sem markþjálfi er að hjálpa þér með spurningum sem veita þér innblástur til að ná árangri í lífi þínu. Ég starfa með heilindi og heiðarleika að leiðarljósi og þannig tek ég ábyrgð á mínu hlutverki sem markþjálfi og hjálpa þér að taka ábyrgð á þér og þínum árangri

Síðustu fjögur ár hef ég starfað við að vinna með fólki og fyrirtækjum í þjálfun sem Dale Carnegie þjálfari ásamt því að reka eigið fyrirtæki í verslunarrekstri. Auk þess hef ég yfir 25 ára reynslu í að vinna með fólki í gegnum störf mín sem stjórnandi hjá fyrirtækjum s.s. Sjóvá, Landsbankanum, Kreditkortum og Eimskip. Það sem kemur mér á óvart á hverjum degi er hversu mikið við getum áorkað þegar við áttum okkur á hversu styrkleikar okkar eru margir og hvernig við getum best nýtt þá til að auðga líf okkar. Að ná fókus á hvað við viljum í einkalífi og starfi og hvað veitir okkur lífsgleði er árangur sem við getum náð í gegnum markþjálfun. Markþjálfun er aðferð sem skilar árangri þar sem traust og trúnaður er til staðar og markvisst aðhald og endurgjöf.

   Finni Aðalheiðarson

 

PCC Markþjálfi

Einkunnaorð mín eru, innsæi, hugrekki og þrautseigja.
Með þau að leiðarljósi hef ég einlægan áhuga á aðstoða þig við að finna þína leið til að ná árangri á hvaða sviði sem er. Ég hef sérstaklega áhuga á vinna með þér, í hverju því sem þig þyrstir að ná árangri í.
Með markvissum spurningum hjálpumst við til þess að að hver og einn markþegi finni sína leið til að ná markmiðum sínum og lifa innihaldsríkara lífi.
Ég hef yfir 25 ára reynslu í að vinna með fólki í gegnum störf mín og þjálfun í íþróttum. Það sem stendur upp úr í þeirri reynslu er hversu megnug við erum til að breyta og auðga líf okkar ef við ákveðum að gera það. Markþjálfun er aðferð sem skilar árangri þar sem traust og trúnaður er til staðar og markvisst aðhald og endurgjöf.
Ég er PCC Markþjálfi frá  Profectus og International Coachcing Federation. Auk þess er ég stundakennari við Háskólann í Reykjavík, Íþróttafræði. Einnig erum ég og Pála eigendur að fyrirtæki í versluanarrekstri og með nokkrar fasteignir.

Foggy Waters
Um mig: About Me
bottom of page