Umsögn konu á fimmtugsaldri sem stendur á tímamótum í lífi sínu:
Mér bauðst tækifæri til að njóta leiðsagnar Carpe Diem í markþjálfun. Ég var ekki alveg viss um útá hvað markþjálfun gengi og mætti því með hæfilegar væntingar. Verð að segja að þetta hafi komið mér þægilega á óvart. Finna tókst af fá hug minn á flug og fá mig til að sjá hluti í nýju ljósi. Eftir fundina okkar saman er ég orðin meðvitaðri um mátt hugans og að stundum er ákvörðun allt sem þarf.

Ummæli Markþega
30 ára. Giftur karlmaður
Ég fór í markþjálfun til Finna með það makmið að bæta samskipti við maka og gera þau jákvæðari. Ég náði því markmiði heldur betur og mikið meira en það.
Ég fattaði hvar ég þyrfti að draga línuna fyrir vissa einstaklinga svo ég gæti eytt orkunni á staði sem skipta máli, hann hjálpaði mér að sjá hluti sem voru að vefjast fyrir mér en ég sá ekki sjálfur og uppsker fyrir vikið jákvæðari samskipti og líðan.
Mæli 100% með Finna.

Ég fékk tækifæri til að kynnast markþjálfun hjá Carpe Diem Markþjálfun. Ég hafði farið á marga uppbyggilega fundi bæði hérlendis og erlendis með félagssliðum í handknattleik en aldrei prufað markþjálfun áður. Finni er algjör fagmaður fram í fingurgóma og leiðir þig í gegnum ferlið til að hámarka frammistöðu á öllum sviðum. Hann er heiðarlegur, sanngjarn og nær því besta út úr manni á stuttum tíma. Eftir tímana er ég með skýr markmið og sé hlutina frá öðrum sjónarhornum sem hjálpar mér að sjá heildarmyndina til lengri tíma.

-Anton Rúnarsson Íþróttamaður Vals 2020