Þó manni finnist maður vera með hlutina á hreinu þá mæli ég svo sannarlega með að setjast niður og fara yfir langtíma og skammtíma markmið með öðrum en sjálfum sér. Að láta einhvern rissa upp hvaða stefnu þú ert að taka getur hjálpað manni ótrúlega mikið.
Mæli hiklaust með Finna við alla sem hafa áhuga á að vinna í sjálfum sér.
Markþegi:
2021 fór ég til Finna í markþjálfun. Vissi ekki alveg hverju ég væri að leitast eftir, en vissi að ég vildi breytingu. Ég hef verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, sjálfshjálpar námskeið hjá sálfræðingi og svo hjá ráðgajfa líka. Mér fannst ég þurfa eitthvað annað núna. Einhvern sem myndi opna hug minn og hjálpa mér að átta mig á hvað það er sem langar að gera.
Eftir fyrsta tímann áttaði ég mig strax hvað fyrstu skrefin væru. Í kjölfarið fylgdu eftirfylgni tímar sem hvöttu mig að viðhalda þeim markmiðum sem ég setti mér. Ég fór í nokkra tíma dreift yfir allt árið. Á þessu eina ári, þá óx sjálfstraustið mitt 10 fal, ég fór að setja fólki mörk og taka meira pláss hjá þeim sem ég var meðvirkust með. Ég fór að þora að svara fyrir mig og sjá aðstæður í réttu ljósi. Ég náði í gömlu "mig" aftur. Sú sem var stútfull af eftirvæntingu og gat ekki beðið eftir morgundeginum. Ég er orðin grímmari í ná markmiðum mínium og lífa lífinu útfrá mér. Ef þú vilt breytingu á þínu lífi, þá ferðu í markþjálfun til Finna, hann gefur ekkert eftir. Takk fyrir aðstoðina og samvinnuna, Finni.