top of page
Umsagnir: Testimonials

Umsögn konu á fimmtugsaldri sem stendur á tímamótum í lífi sínu:
Mér bauðst tækifæri til að njóta leiðsagnar Carpe Diem í markþjálfun. Ég var ekki alveg viss um útá hvað markþjálfun gengi og mætti því með hæfilegar væntingar. Verð að segja að þetta hafi komið mér þægilega á óvart. Finna tókst af fá hug minn á flug og fá mig til að sjá hluti í nýju ljósi. Eftir fundina okkar saman er ég orðin meðvitaðri um mátt hugans og að stundum er ákvörðun allt sem þarf.Markþegi:
Finni hefur hjálpað mér gífurlega mikið á þeim tíma sem ég hef hitt hann. Eftir hvern tíma líður mér eins og ég hafi betri og skýrari mynd af markmiðum mínum og meiri orku til að vinna markvisst að þeim.
 

Ummæli Markþega
30 ára. Giftur karlmaður
Ég fór í markþjálfun til Finna með það makmið að bæta samskipti við maka og gera þau jákvæðari. Ég náði því markmiði heldur betur og mikið meira en það.
Ég fattaði hvar ég þyrfti að draga línuna fyrir vissa einstaklinga svo ég gæti eytt orkunni á staði sem skipta máli, hann hjálpaði mér að sjá hluti sem voru að vefjast fyrir mér en ég sá ekki sjálfur og uppsker fyrir vikið jákvæðari samskipti og líðan.
Mæli 100% með Finna.


Markþegi:
​Ég byrjaði hjá Finna í desember 2020 og ég fann strax hvað það var gott að tala við hann og leita til hans ráða. Hann sýnir mikið traust og allt er rætt í trúnaði. Finni getur samt verið erfiður. Hann gefur manni ekki svörin heldur hjálpar hann manni til að fatta það sjálfur. Hann hjálpar mér að setja mér raunhæf og góð markmið til að komast nær draumum mínum. Andlega hliðin skiptir jafn miklu máli og líkamlega ég get svo sannarlega sagt að Finni hjálpar mér helling. 

Ég fékk tækifæri til að kynnast markþjálfun hjá Carpe Diem Markþjálfun. Ég hafði farið á marga uppbyggilega fundi bæði hérlendis og erlendis með félagssliðum í handknattleik en aldrei prufað markþjálfun áður. Finni er algjör fagmaður fram í fingurgóma og leiðir þig í gegnum ferlið til að hámarka frammistöðu á öllum sviðum. Hann er heiðarlegur, sanngjarn og nær því besta út úr manni á stuttum tíma. Eftir tímana er ég með skýr markmið og sé hlutina frá öðrum sjónarhornum sem hjálpar mér að sjá heildarmyndina til lengri tíma.

-Anton Rúnarsson Íþróttamaður Vals 2020

Þó manni finnist maður vera með hlutina á hreinu þá mæli ég svo sannarlega með að setjast niður og fara yfir langtíma og skammtíma markmið með öðrum en sjálfum sér. Að láta einhvern rissa upp hvaða stefnu þú ert að taka getur hjálpað manni ótrúlega mikið.

Mæli hiklaust með Finna við alla sem hafa áhuga á að vinna í sjálfum sér.Markþegi:
2021 fór ég til Finna í markþjálfun. Vissi ekki alveg hverju ég væri að leitast eftir, en vissi að ég vildi breytingu. Ég hef verið í mikilli sjálfsvinnu síðustu ár, sjálfshjálpar námskeið hjá sálfræðingi og svo hjá ráðgajfa líka. Mér fannst ég þurfa eitthvað annað núna. Einhvern sem myndi opna hug minn og hjálpa mér að átta mig á hvað það er sem langar að gera. 
Eftir fyrsta tímann áttaði ég mig strax hvað fyrstu skrefin væru. Í kjölfarið fylgdu eftirfylgni tímar sem hvöttu mig að viðhalda þeim markmiðum sem ég setti mér. Ég fór í nokkra tíma dreift yfir allt árið. Á þessu eina ári, þá óx sjálfstraustið mitt 10 fal, ég fór að setja fólki mörk og taka meira pláss hjá þeim sem ég var meðvirkust með. Ég fór að þora að svara fyrir mig og sjá aðstæður í réttu ljósi. Ég náði í gömlu "mig" aftur. Sú sem var stútfull af eftirvæntingu og gat ekki beðið eftir morgundeginum. Ég er orðin grímmari í ná markmiðum mínium og lífa lífinu útfrá mér. Ef þú vilt breytingu á þínu lífi, þá ferðu í markþjálfun til Finna, hann gefur ekkert eftir. Takk fyrir aðstoðina og samvinnuna, Finni.
 

bottom of page